Hús til sölu - kostar eina tölu.

Árið 2007 keypti maðurinn minn fasteign. Eignin var metin á kr. 34.500.000,- (þrjátíu og fjórar og hálf milljón) og hann tók tvenn lán til að fjármagna kaupin. Annars vegar lán hjá Íbúðalánasjóði upp á kr. 18.000.000,- og hins vegar lán í erlendri mynt upp á kr. 7.000.000,- Samtals gerir þetta 25 milljónir krónur.

Síðan þá hefur margt breyst. Lánið hjá Íbúðalánasjóði hefur hækkað töluvert á þessum þremur árum og nemur nú næstum 24 milljónum krónum. Hitt lánið stökkbreyttist upp í rúmar 14 milljónir. Samtals gerir þetta 37 milljónir krónur. Því miður hefur verðmæti eignarinnar líka stökkbreyst en bara því miður ekki upp á við heldur niður á við. Eignir í þessum landshluta seljast nú illa ef þær seljast yfirhöfuð og æ algengara virðist vera að miða nú við fasteignamat eignar við verðmat eignar (það er þó ekki algilt, það eru ýmsir aðrir áhrifaþættir líka). Á heimasíðu Þjóðskrá Íslands segir að fasteignamat sé gangverð sem ætla má að eign hafi í kaupum og sölum. Fasteignamat eignarinnar var lækkað nú sl áramót og stendur nú í 23.550.000,- kr. Um er að ræða einbýlishús á frekar stórri lóð með bílskúr.

Sitt hvoru megin við húsið eru sambærileg hús. Annað húsið stóð autt í nokkra mánuði en í því eru tvær íbúðir, neðri og efri hæð. Landsbankinn tók til sín efri hæðina og Íbúðalánasjóður neðri hæðina að því er mér skilst. Ég tek þó skýrt fram að ég hef ekki aflað mér nánari upplýsinga í opinberum skrám hjá sýslumanni en allir kaupsamningar og afsöl sem þar er þinglýst, teljast til opinberra gagna og getur hver sem er fengið afrit af slíkum gögnum. Fasteignamat neðri hæðar er samkvæmt opinberum skrám kr. 12.850.000 og fasteignamat efri hæðar er kr. 12.650.000,- Fyrir skömmu síðan voru þessar tvær íbúðir svo seldar og frétti ég að neðri hæðin hefði farið á kr. 5.000.000,- og efri hæðin á kr. 6.000.000,- Allt húsið er nú í eigu sömu fjölskyldunnar og kostaði samtals kr. 11.000.000,- Bankarnir sem sagt tóku til sín eignirnar á nauðungarsölu og seldu svo íbúðirnar á slikk til annarra aðila.

Ég spyr þá; er raunhæft að fasteignamat hússins okkar sé þá 23.550.000,- ef sambærileg hús eru seld á meir en hálfvirði ef fasteignamatið á að endurspegla raunvirði eignar við kaup og sölu? Get ég ekki nú farið fram á endurmat eignarinnar hjá Fasteignaskrá Íslands miðað við hvað raunvirði eignarinnar er í dag?

Nú er verið að bjóða fólki þessa svokölluðu 110% leið. Í stuttu máli felst í því fyrir þá sem ekki vita, að þeir sem eru með yfirveðsettar eignir, fá afskriftir allt niður í 110% af verðmæti hússsins. Miða skal við fasteignamat eða markaðsverð eignar, hvort sem er hærra. Telji kröfuhafi að verðmæti eignar sé hærra en fasteignamat, skal kröfuhafi láta löggiltan fasteignasala meta eignina á sinn kostnað.

En hvernig myndi nú fasteignasali bregðast við og meta eignina okkar? Hvert er ætlað raunvirði eignarinnar þegar sambærileg hús í sömu götu eru að ganga kaupum og sölum á helmingi fasteignamats? Athugið að hér er um að ræða yfir 200fm hús, plús ris og tvöfaldur skúr. Getur fasteignasali ábyrgst verðmat sem er hærra en það raunverð sem sambærilegar eignir eru að seljast á?

Því miður er ég að sjá mörg svona dæmi núna nýlega. Maður getur líka spurt sig hvernig stendur á því að ekki hafi verið settar skýrar reglur um sölu bankanna á þeim fasteignum sem þeir taka til sín. T.d. reglur um hvar á að auglýsa eignir og hvernig. Hvernig stendur á því að bankarnir geti nú ákveðið sjálfir einhliða hvaða fasteignasali auglýsi eignir þeirra til sölu og þannig komið í veg fyrir gegnsæi á markaðnum? Val á fasteignasölu/sala getur þannig verið háð geðþótta eins einstaks bankastarfsmanns og þessi bankastarfsmaður getur auðveldlega haft mikil áhrif á sölu eignanna.

Átti ekki allt að breytast eftir hrun? Burt með alla spillingu og klíkuskap. Að mínu mati ættu allir fasteignasalar að hafa jafnan rétt til að verðmeta og selja eignir bankanna og það ættu að vera skýrar reglur um aðkomu bankanna að sölu eignanna líkt og er að finna um aðkomu fasteignasala í lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Samkvæmt 14. gr. laganna, er fasteignasala og starfsmönnum hans óheimilt að kaupa eign sem fasteignasalanum hefur verið falin til sölumeðferðar, auk þess sem fasteignasala er óheimil milliganga um kaup eða sölu fasteignar, búi hann eða starfsmenn hans yfir sérstökum upplýsingum sem hafa þýðingu við söluna og aðrir hafa ekki aðgang að. Svipaðar reglur ættu að gilda um aðkomu bankanna að sölu þeirra fasteigna sem þeir taka til sín.

Ég læt þessar vangaveltur duga í bili en það verður pottþétt meir síðar.

foreclosed-homes-Cape-Coral-Florida


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur ekkert breyst eftir hrun- sama dellan í gangi.

Diddi (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 02:44

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Þetta er allt í boði - fáránleikans - sem nú er við lýði.

- eða tilhvers varð fólk að fara í greiðslumat til að fá íbúðalán?

Það sem gerðist var algjör forsendubrestur, því við höfðum aldrei tekið þessi lán nema því aðeins að við sáum fram á greiðslubyrði sem við réðum við, - þá!

Síðan hækkuðu bara lánin endalaust og alltaf, enda er þetta ekki flokkað sem lán heldur rán, sem þér er ætlað að borga.

Hins vegar er það opinbert leyndarmál að bankarnir plotta að eigin vil, eftirlitslausir að vanda og litlar sem eignar breytingar gerðar til að koma einhverri skikkan þar á.

Í raun er ekki hægt að taka þátt í þessu lengur nema við séum haldin þrælsótta á hágu stigi!

Held að það gæti veri árangursríkt ef við tækjum okkur nógu mörgu saman og ákvæðum með yfirlýsingu um að hætta af ránum bankanna og leyguþýja þeirra.

Þjóðin er í raun GJALDÞRTOA!

Boltinn er hjá okkur því stjórnvöld eiga enga bolta!

~ kveðja ~

Vilborg Eggertsdóttir, 5.5.2011 kl. 03:52

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- átti að vera leiguþý -

Lánin flokkast nú sem rán - ætlum við að láta ræna okkur eða ekki??

- it's up to me and you and maby others??

~ kv.vilborg ~

Vilborg Eggertsdóttir, 5.5.2011 kl. 03:58

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

best er ég veit þá átt þú að geta farið fram á endur mat eignarinna hjá Fasteingnamati Ríkisins - þannig er því allavegna háttað út á Seltjarnarnesi

Jón Snæbjörnsson, 5.5.2011 kl. 08:06

5 identicon

En nú færðu eingreiðslu frá ríkinu, sem ríkið tekur að mestu til sín.. og lúsarlaunahækkun sem einnig verður sett út í verðlagið..
Það er að vera íslendingur... eða amk hingað til

Erum við íslendingar eða þrælar, það er spurningin

doctore (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband