Norsk ungmenni fá að stunda fríar fiskveiðar í sumarfríinu

Rakst á þessa frétt á Fiskifréttum í dag en þarna í Noregi er nú önnur saga en hér á landi. Þar er fólk hvatt til þess að sækja sjóinn og þar vantar sjómenn. Þar hefur maður raunverulegan möguleika á því að fá sér aflaheimild og róa sjálfur ólíkt hér þar sem bara örfáir útvaldir einstaklingar hafa öll höld og tök á sjávarútveginum. En vonandi verður nú breyting þar á.

Samkvæmt þessari frétt mega ungmenni á aldrinum 12-25 ára stunda fiskveiðar í sumar án aflaheimilda. Frábært hjá norskum stjórnvöldum! Íslensk stjórnvöld ættu kannski að bjóða atvinnulausum sjómönnum hér og öðru áhugafólki um sjómennsku að veiða frítt í sumar án aflaheimilda eins og í Noregi? Nei, það á maður víst aldrei eftir að sjá. Hér er bara klipið meir og meir af fólki og hert meir og meir að. Hér má ekki neitt. Hér eru bara alltaf sömu fjölskylduklíkurnar sem fá kúlulánin, aflann og á endanum afskriftirnar.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Linda þetta er furðulegt að hér megi ekki veiða frjálst með handfærum. Þetta var frjálst til margra ára bæði í Sóknarmarki og síðan upphafi Kvótakerfisins. En þá kom þetta fárálega framsal sem setti þjóðina á hausinn. Ríkið gaf grænt ljós á að nota mætti Kvóta úthlutun sem veð ( Gull) í bönkum og nokkrir útgerðamenn (innsta klíka LÍÚ) riðu á vaðið.  Ekki nóg með að teknir væru út milljarðar út á kvótann heldur varð þetta marfaldað með endur veðsetnigum á veðsetningar ofan. Nú mátti ekkert trufla verðin á veðunum svo loka varð fyrir allan utan kvóta fisk og hanfæraveiðar voru settar í kvóta sem var síðan keyptur upp snarlega með yfirborgunum þar sem menn höfðu nú ótakmarkaðann aðgang að fé sem aldrei stóð til að borga.

Við hlógum að þessu á skipunum því ef þurfti að setja hömlur á handfæraveiðar fannst okkur að við gætum hætt þessu streði enginn fiskur væri eftir. Það hlær enginn ábyrgur maður lengur skuldir útgerðar kominn yfir 500 milljarða.

Náttúrulega á að gefa þessar veiðar frjálsar þegar í stað Linda. Þjóðin á auðlindina en hefur engan aðgang????

Ólafur Örn Jónsson, 20.4.2011 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband