Fiskilykt/peningalykt?... korteri fyrir nýtt frumvarp um fiskveiðistjórnunarkerfið

Hvernig stendur á því að Samherji kaupi Brim fyrir tæpa 15 milljarða korteri fyrir nýtt frumvarp um fiskveiðistjórnunarkerfið? Vita eigendur/stjórnendur Samherja eitthvað sem við hin vitum ekki? Svo er verið að tala um óvissu útgerðarmanna og nota það sem þvingunarúrræði? Þeir eru nú greinilega ekki mikið hræddir eða óvissan virðist ekki vera nein á þessum bæ allavega. Hvernig væri nú að ríkisstjórnin leyfði okkur hinum að fá innsýn í frumvarpið úr því að það er hvort eð er búið að leka út?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samherji er alfarið í eigu Hollensks risafyrirtækis sem m.a. á stóran hluta í Færeyskri útgerð í gegnum Samherja.

Þarna eru þeir líklega að kaupa eigin skuldir í von um að díllinn um afskriftir þeirra se að ganga í gegn. (Það liggur eiginlega engin önnur lausn fyrir.)

Allavega er Samherji ekki Íslenskt fyrirtæki nema að nafninu til, ef það skýrir eitthvað.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 11:11

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þorsteinn Már getur gert út í hvaða kerfis sem er og hann veit að hér verða ekki nein Ragnarök þó breytt verði eða skipt um stýri kerfi. Hans fylgni við Kvótakerfið er aðgangur að veltu fé út á veðin. Þess vegna dregur hann LÍÚ  og Sjálfstæðisflokkinn á asnaeyrunum í kvótamálinu. 

Ekki veit ég um þessi Holland Connetion Jón Steinar. Ég hélt að margfeldi peninganna hefðu skapað grunninn að eignum Samherja og skynsamlegar fjárfestingar. (Öfugt við flesta aðra í greininni). 

Ólafur Örn Jónsson, 3.5.2011 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband