24.4.2011 | 16:13
Ekki snerta kvótakerfið segir Ólöf Nordal
Á hún einhverra hagsmuna að gæta eða tengist Ólöf beint eða óbeint kvótakerfinu? Ég bara spyr því samkvæmt frétt á Eyjunni í dag, vill Ólöf ekki snerta kvótakerfið og finnst stjórnvöld ganga of langt. Ég er alveg sammála því að með umfangsmiklum breytingum á kvótakerfinu eins og það er í dag, er vissulega sú hætta fyrir hendi að fyrirtæki standi ekki undir breytingunum og með því falla fyrirtækin og starfsfólk með. En við megum ekki gleyma því að hér er verið að leiðrétta óréttlæti og lögleysu og með því að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, munu ný fyrirtæki jafnvel líta dagsins ljós og það mun skapa nýja atvinnu. Það er hvorki siðlegt, boðlegt, löglegt né réttlætanlegt að kerfið verði áfram eins og það er í dag.
Hér má sjá pistilinn á Eyjunni
Athugasemdir
Linda ef þú lest skýrslu starfhópsins um breytingar á stjórnun fiskveiða þá sérðu að með því að hér verði áfram sömu eigendur að kvótanum skapast réttur til varanlegs eignarhalds. Þetta er ferli sem hófst 1993 (kemur fram í skýrslunni) og umsagnir lögfræðinga styðja þetta. Einhverra hluta vegna virðast útgerðamenn geta réttlætt þetta sem atvinnu réttindi sín en ekki sjómenn sem mér finnst reyndar skrítið.
Ekki þarf að óttast að skipta hér um kerfi frekar en að borga ekki Icesave hræðslu áróður. Við munum hafa fleiri skip sem veiða meira af fiski og vel staðsett byggðarlög munu aftur komast inní auðlindasköpun. Jú peningar munu færast nær fólkinu og nýtt blóð mun marka spor i eigenda hóp skipanna. Það er bara hlutur sem verður að ske og er eðliegur i sjávarútvegi sem öðrum atvinnugreinum.
Sennilega er útgerðin á hausnum (skuldir yfir 500 milljarðar ) en hún mun sökkva dýpra í skuldir ef þetta kerfi heldur áfram.
Af hverju Ólöf Nordal talar svona er bara partur af vandræðum Sjálfstæðisflokksins sem ætlar ekki að ná sér út úr Davíð-ismanum. Forysta flokksins hlustar ekki á raddir fólksins og skilur ekki að hér verður að skapa nýtt Ísland og gefa uppá nýtt. Því miður
Ólafur Örn Jónsson, 24.4.2011 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.